Brauðið sem allir eru að baka

Það sem til þarf er:

1 stk.

1/2 kg. mjöl t.d. blöndu af heilhveiti og hveiti, eða öðru sem þú vilt

1/2 dl hveitiklíð eða annað gróft (má sleppa)

1/2tsk. þurrger

1- 1/2 tsk. salt

3 1/2 dl volgt vatn

Þessi uppskrift hefur komið til mín héðan og þaðan, m.a. úr skútusiglingablaði. Þar er það bakað um borð, sem sagði mér að deigið er ekki viðkvæmt og mjög þolinmótt. Siglingamenn kalla það "brúna brauðið". Góð vísa er aldrei of oft kveðin, svo ég deili henni áfram til þín.

En svona er þetta:

Öllu er blandað saman í skál og hrært í, en ekkert alltof vel (ekkert að hnoða). Plastfilma er sett yfir deigið og skálin er látin standa útá borði í 12 tíma eða yfir nótt (ég geri það). Svo er deiginu hellt á hveitistráð borð og það hnoðað nokkru sinnum, sett aftur í skálina og látið hefast í 1-2 tíma. Þegar þú ert tilbúin að baka, hitarðu ofninn í 220° og lætur ósmurðan meðalstóran pott með loki hitna með ofninum. Svo tekurðu pottinn úr ofninum og hellir deiginu í hann, setur lokið á og bakar í 30 mín. Þá tekurðu lokið af og bakar áfram í 15 mín.

Verði þér að góðu :-)

ATH. eyru og skaft á pottinum verða að þola hitann!!

00Oooh.... svo Gott!