Bakaður Stóri Dímon með kryddjurtum hvítlauk og hunangi

Það sem til þarf er:

F. 4

1 Stóri Dímon

Ferskar rósmarín greinar

2-3 msk. gott fljótandi hunang

Rauðar chiliflögur

Meðlæti:

Gott þunnt kex eða, snittubrauð og vínber

Það er svo kósý að sitja með góðum vinum og fá sér heitan ost, gott brauð og kannski rauðvínsglas með.  Það eru til ótal uppskriftir af allavega heitum ostum, en það er allt í fínu lagi að bæta einni enn, í vopnabúrið, svo hér er ein í viðbót, gerðu svo vel ;-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C.  Osturinn er settur í lítla eldfasta skál.  Nokkrar raufar er skornar með litlum hníf, í efsta lagið á ostinum.  Rósmarín greinunum er stungið niður í raufarnar, síðan er hunangið látið leka yfir ostinn.  Bakaður í ofninum í um 30 mín., en það ergott að kíkja á hann, við og við, svo hann brenni ekki.  Tekinn úr ofninum og rauðum chili flögum dreyft yfir.  Borðaður með góðu snittubrauði, kexi og vínberjum.

Verði þér að góðu ;-)

Svo kósý að njóta 🌿🧀