Grillað brauð með geitaosti og ferskum aspas

Það sem til þarf er:

f.2

1 lítil rúlla af geitaosti

250 gr. ferskur aspas (endar trimmaðir og ef stilkarnir eru sverir er gott að kljúfa þá í tvennnt efitr endilöngu)

2 stórar sneiðar af t.d. súrdeigsbrauði

1 feitt hvítlauksrif

2 msk. ex. virg. ólífu olía + auka við framlreiðslu

Toppur:

4 msk ristaðar furuhnetur

12 kalamata ólífur

8 greinar af fersku majoram, laufin plokkuð af

Dressing:

1/2 tsk. Dijon sinnep

1 1/2 tsk. hvítt balsamedik (eða venj. ef þú átt ekki hvítt)

3 msk. ex. virg. ólífuolía

Yndislegur hádegisverður eða smáréttur til að gæða sér á um helgina. Svolítil Miðjarðar-hafs stemming í gangi, sem rifjar upp hlýja daga :-)

Svona geri ég:

Grindin í ofninum er sett ofarlega í ofninn og grillið hitað vel heitt. Dressingin er búin til með því að allt hráefnið er sett í litla krukku og hrist vel saman, og síðan hellt í skál. Ólífurnar eru steinhreinsaðar og kjötið af þeim sett í skálina með dressingunni ásamt majoram laufunum og ristuðu furuhnetunum. Brauðið er grillað í ofninum í 1 mín. á hvorri hlið þar til það er gyllt og heitt. Hvítlauksrifið er klofið í tvennt og önnur hliðin á sneiðunum er nudduð vel með rifinu, sneiðarnar eru settar á diska. Osturinn er skorinn í þykkar sneiðar, kryddd-aður með nýmöluðum svörtum pipar og lagður á álpappírsklædda bökunarplötu ásamt aspasinum sem er kyddaður með salti og pipar síðan er olíunni drussað yfir bæði en aspasinum velt um svo krydd og olía dreyfist jafnt yfir. Grillað í 2 mín., þá er aspasinum velt og grillað áfram þar til osturinn er heitur og aspasinn mjúkur. Svolítilli olíu er drussað ofaná brauðsneið-arnar, helmingnum af aspasinum jafnað á milli sneiðanna og síðan ostinum, restinni af aspasinum og í lokin ernokkrum skeoðum af dressingunni hellt yfir sneiðina, borið fram á meðan allt er heitt.

Verði þér að góðu :-)

Yndis lunch =D