Toblerone mousse

Það sem til þarf er:

f. 6

200 gr. Toblerone, grófsaxað

450 rjómi, þeyttur

3 eggjahvítur, stýfþeyttar

Skraut:

Toblerone, grófsaxað

Færðu ekki strax vatn í munninn, við að sjá nafnið? Ég skil þig mjööög vel. Þessi ofureinfalda uppskrift er úr smiðju hinnar fögru Nigellu Lawson. Það þarf ekkert að útskýra það meira, þú sérð hana aveg fyrir þér, er það ekki?

Svona gerði ég:

Tobleronið er brætt og kælt lítillega og blandað varlega útí þeytta rjómann. Súkkulaðirjómanum er blandað varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Skipt á milli fallegra glasa og skreytt með söxuðu Toblerone. Ath. Hægt að geyma í ísskáp í nokkra klst.

Verði þér að góðu :-)

Bella Nigella ;-J