12 tíma grafinn lax

Það sem til þarf er:

F. ca. 10, sem forréttur

Laxaflak ca. 1 kg.

3 msk. gul sinnepskorn

3 msk. kóríander fræ

100 gr. hrásykur

2 msk. sjávarsalt flögur

1-1/2 msk. dill fræ

2 msk. eplaedik

Meðlæti:

Jólasinnep

Gróft kjarnarúgbrauð

Smjör

Ef þú hefur ekki grafið lax ennþá, hvet ég þig til að prófa þennan, hann er yndislega góður og svo fljótlegur. Frábær forréttur eða smáréttur, borinn fram með krydduðu Jóla sinnepi og grófu kjarnarúgbrauði.

Svona geri ég:

Laxaflakið er beinhreinsað og snyrt til. Sinnepskorn og kóríander fræ eru ristuð á þurri pönnu þar til þau eru ilmandi, kæld. Salti og sykri er blandað saman og jafnað yfir laxaflakið, ásamt ristaða kryddinu og dill fræunum, í lokin er edikinu dreypt yfir. Plastfilma er breidd yfir laxinn og hann látinn grafast í 12 tíma upp í 24 tíma í ísskáp. Þegar þú berð hann á borðið, er mest af kryddinu skafið af flakinu og hann skorinn í mjög þunnar sneiðar, best að nota hníf með löngu sveigjanlegu blaði. Laxasneiðunum er raðað fallega á fat eða disk og borið fram með grófu kjarnarúgbrauði eða súrdeigsbrauði, mjúku smjöri og Jóla sinnepi.

Verði þér að góðu :-)

P.s.: Ég prófaði að frysta smá afgang sem ég átti, hann var mjög góður þegar búið var að afþýða hann.

Yndislega gott :-)