Skothelt

Það sem til þarf er:

f. 2

4 dl nýlagað sterkt kaffi

4 msk. ósalt smjör

2 msk. kóksolía

Fyrst þegar ég las um bulletproof, hélt ég að ég væri að lesa brandara. Ég gat ekki ímyndað mér að bulletproof væri nóg sem morgunmatur, eða að það smakkaðist vel, en ég hafði rangt fyrir mér. Hann stendur ótrúlega vel mér manni og eins og besta kaffihúsa latte. Mér finnst ómissandi að fá mér smá bita af 70% súkkulaði með. Hvað finnst þér, hefur þú prófað?

Svona geri ég:

Helltu upp á gott kaffi, mér finnst gott að hafa það frekar sterkt. Kaffi, smjör og kókosolían eru sett í blandara og þeytt saman, eða í mjóa háa skál og töfrasproti notaður til að þeyta (passa sig að brenna sig ekki). Hellt í hitaþolið glas eða stóran bolla og notið, með súkkulaðibita ef þú ert í stuði.

Verði þér að góðu :-)

Byjum daginn skotheld!