Eggjakaka með Brie og graslauk

Það sem til þarf er:

f. 2

4 egg

1 lítill Bóndabrie, í bitum

250 ml. mjólk

Lúka af saxaðri steinselju

Lúka af söxuðum graslauk

1 msk smjör

Salt og pipar

Ef þú ert fyrir mjúkan Brie kremuð egg og kryddjurtir á sunnudagsmorgni ættirðu að kíkja nánar á þessa ;-)

En svona er þetta:

Egg, graslaukur, steinselja, mjólk, salt og pipar, þeytt sama í skál með gaffli. Osturinn skorinn í nokkra bita. Smjörið er brætt á miðlungs heitri pönnu. Eggjahrærunni er hellt á pönnuna og hræran látin kyrr á pönnunni í 1/2 mín., eða þar til brúnirnar eru steiktar. Þá notarðu mjúkan spaða og veltir kantinum inn á miðjuna og bætir ostinum þar ofaná. Síðan leggur þú eggjakökuna sama og velti henni einu sinni. Svo er hún látin standa og jafna sig, þar til osturinn er bráðinn og mjúkur um 1 mín. Mér finnst sterkt kaffi og ristað brauð með marmelaði ómissandi með.

Verði þér a góðu :-)

Svo smooth....