Ginger & granatepli

Það sem til þarf er:

f. 3-4

140 gr. gott 60% dökkt súkkulaði

Kjarnar úr 1/2 granatepli

1/2 msk. fínsaxað sykrað engifer

1/8 tsk. fínt salt

Eins og það er gaman að búa til eitthvað af nammi og konfekti fyrir jólin, hef ég ekki oft tíma til að dúlla í smámolum.  Þá stytt ég mér leið og smyr bræddu súkkulaði á smjörpappír og set allskonar nammi gott ofaná það.  Þessi samsetning er sigurvegari, finnst mér.  Granatepla kjarnarnir eru eins og fersk sprengja í munninum, sem engiferinn og satlið krydda svo í restina :-)

Svona gerði ég:

Smjörpappír er settur á plötu.  Engiferbitarnir eru saxaðir fínt og kjarnarnir úr granateplinu eru muldir varlega(nota hanska) úr því og geymdir í skál. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, því er síðan smurt með spaða á smörpappírinn, gott að láta mesta hitann rjúka úr því áður en kjörnunum er dreift yfir súkkulaðið ásamt engifernum og saltinu.  Ef þú ert komin í mikið jólaskap er upplagt að drussa slatta af ætu glimmeri yfir í lokin.  Platan er sett í ísskáp þar til súkkulaðið er harðnar.  Brotið í stóra bita og geymt í kæli þar til a að nota það.  

Verði þér að góðu :-)

ATH. þarf að geymast í kæli og geymist þar í 2-3 daga

Dásamlegt 🍒