Full English í bollu

Það sem til þarf er:

F. 2

2 rúnstykki

4 beikonsneiðar

2 egg

8-10 mjög litlir sveppir

Smjör

4-5 kirsuberja tómatar, skornir í tvennt

Minn nammi tími eru sunnudagsmorgnar.  Ég er ekki mikil sælgætisgrís og borða skynsaman morgunmat 6 daga vikunnar, ossalega góð stelpa :-Þ   Þannig að mér finnst ég eiga það inni, að detta soldið í það á sunnudags morgnum.  Þá læt ég líka ekkert stoppa mig.  Í morgun voru í sigtinu hjá mér þessi rúnstykki, með innbyggðum enskum morgunverði inní.  Svo átti ég góða ávexti, sem ég keypti fyrir helgi og líka heimagert súkkulaði, sem stóra stelpan mín gaf mér uppskrift af um daginn.  Öll herlegheitin voru svo sett á bakka og farið með það uppí rúm með blöðin, sannkallaður gleði morgunn.

En þá í eldamennskuna:  

Ofninn er htaður í 200° C.  Lok er skorið ofanaf rúnstykkjunum og allt tekið innanúr þeim.  2 beikonsneiðar eru plíseraðar saman og settar til sitt hvorrar hliðar í hvort rúnstykki.  Sveppirnir eru skornir í fernt og settir í miðjuna og 2 litlarsmjörklípur ofaná ásamt pínu salti og pipar.  Rúnstykkin eru bökuð í 15 mín., þar til beikonið er orðið stökkt á brúnunum.  Þá er sveppunum ýtt aðeins til hliðar og 1 egg brotið og sett ofaní.  Álpappír er settur ofaná rúnstykkin, tómatarnir eru settir til hliðar á bökunarplötuna og allt bakað áfram í 15-20 mín., eða þangað til eggið er bakað eins og þú vilt hafa það.  Hatturinn á rúnstykkið er settur á síðustu 5 mínúturnar.  Saltað og piprað eins og hver vill, en beikonið er salt svo ég mundi smakka, áður en ég bætti salti útá.  Te eða kaffi þú velur.

Verði þér að góðu :-)

Við fílum þetta í botn 🥯☕