Áramót 2018

Það sem til þarf er:

F. 4-6

Í lime rjómann:

6 dl rjómi

1.3 dl ferskur lime safi

150 gr. sykur

Í granateplahlaupið:

3  1/2  blað matarlím

3 dl ferskur granateplasafi (ekki úr fernu), um 3 granatepli

50 gr. sykur

Kanelstjörnur:

50 gr. sykur + 3 msk. 

150 gr. hveiti

2 tsk. kanell

100 gr. smjör

Til skrauts:

Fræ úr granatelum

Rósablöð

Það er alltaf sama spennan hjá mér þegar kemur að eftirréttinum á Gamlárskvöld.  Hvað á ég að búa til, ávaxa?? eða súkkulaði? Eða....????  Hvernig er matseðillinn uppbyggður og passar allt saman?????... Þið kannist við þetta ;-D   Eftirrétturinn verður að vera rosalega góður, ekki of matarmikill og mjög fallegur.  Það er svo gaman að vera búin að búa til eitthvað æðislegt og heyra svo Úh-ið og Ah-ið, þegar desertinn er borin á borð. Það eru bestu launin eftir allar pælingarnar og vinnuna.   Ég hef eftirréttinn aldrei í stórum skömmtum, heldur bý til 1-2 auka, svo ef einhvern langar í aðeins meira, er hann til.

En svona var 2018 útgáfan:

Rjóminn, sykur og limesafinn eru sett í pott og hitað á meðalhita þar til sykurinn er bráðinn, hrært í á meðan.  Látið malla rólega í nokkrar mínútur, kælt lítillega.  Svo er rjómanum hellt í könnu með góðum stút og síðan í kampavínsglös, kælt aðeins, áður en plastfilma er sett yfir glösin og þau geymd yfir nótt í ísskáp, eða lengur.  Ég hef gert  þetta 2 dögum fyrr. 

Granatepla hlaupið:  Fræin eru hreinsuð úr granateplunum (gott að vera með hanska)og þau sett í blandara og maukuð í smástund.  Safinn látinn renna í gegnum fínt sigti og hratinu hent.  Matarlímsblöðin eru látin standa í skál með köldu vatni og látin blotna vel (þau verða eins og hlaup).  Granatepla safinn og sykurinn eru sett í pott og hitað þar til sykurinn er vel bráðinn.  Þá er potturinn tekinn af hitanum og matarlíminu blandað útí þar til það er alveg uppleyst, kælt þangað til það er seigfjlótandi.  Þá er því hellt jafnt yfir lime rjómann og kælt áfram í minnst 3 tíma.  Má gera daginn áður, en passa bara að láta hlaupið stífna alveg í ísskáp, áður en plastið er sett aftur yfir glösin.

Kanilstjörnurnar:  Ofninn er hitaður í 180°C50 gr. af sykri, hveiti, 1 tsk. af kanel og smjörinu er nuddað saman í skál, svo það sé eins og mylsna. Þá er því hnoðað saman í samfellt deig.  Best er að rúlla deiginu út á milli tveggja arka af bökunarpappír.  Síðan eru skornar út stjörnum með kökuskera og bakaðar á pappírsklæddri plötu í 6-7 mín., þar til þær eru gylltar, kældar á grind.  Restinni af sykrinum og kanilnum er blandað saman í skál og drussað yfir kökurnar.

Borið á borð:  Nokkrum granatepla fræjum er dreift yfir hlaupið í gösunum og síðan rósablöðum.  Glösin eru sett á litla diska og 2-3 kanilstjörnur settar á hvern disk.

Verði þér að góðu ;-)

Nú árið er liðið 🎊