Mintu whoopie pæ

Það sem til þarf er:

Í 16 pæ

230 gr. hveiti

75 gr. kakó

1tsk. lyftiduft

1/4 tsk. matarsóda

1/2 tsk. salt

170 gr. smjör

150 gr. sykur

1 stórt egg, stofuheitt

1 tsk. vanillludropar

0.6 dl. grísk jógúrt

1.2 dl. sjóðandi vatn

1 1/2 tsk. skyndikaffi

Smjörkrem:

110 gr. smjör

120 gr. flórsykur

1 1/2 tsk. vanilludropar

175 gr. ljóst korn síróð

Nokkrir dropar rauður matarlitur

Brjóstsykursstangir, muldar

Matar glimmer

Whoopie pæ, bara að segja það er skemmtilegt ;-) Sagan segir að í gamla daga, hafi Amish konurnar í Pennsylvaníu, notað afgangs kökudeig og krem, til að baka þessar litlu sætu kökur úr. Þ gerðu þær til að gleðja og koma mönnunum sínum og börnum á óvart þegar þau opnuðu nestisboxið sitt í hádeginu. Þægilegast var að búa til litlar kökusamlokur með smjörkreminu á milli laga, svo þær ferðuðust vel og væru þægilegar að stinga í nestisboxið. Þegar krakkarnir og karlinn opnuðu svo boxið sitt í hádeginu, hrópuðu þau: ".... whoopie", af gleði yfir sætindunum. Þannig segir sagan að nafnið á þessum litlu gómsætu kökum hafi orðið til, sem er svolítið krúttlegt. Kökurnar eru fljótbakaðar og einfaldar að allri gerð, en svoooooo góðar og mjúkar með flöffy smjörkremi og brjóstsykurinn gefur skemmtilegt kröns. Í raun eru þær ekki ósvipaðar bollakökum, bara betri að mínu mati. En, hvað finnst þér?? ATH. Brjóstsykurinn gefur mintu bragðið, svo ef þú vilt annað bragð, setur þú þinn uppáhalds brjóstsykur á kremröndina.

Svona gerði ég:

Kökurnar: Ofninn er hitaður í 190°C. Bökunarpappír er settur á 2-3 bökunarplötur. Sjóðandi vatni og skyndikaffiduftinu er blandað saman í skál og kælt. Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt er sigtað saman í stóra skál. Smjör og sykur er þeytt létt og ljóst í hrærivél með deigspaðanum á. Egginu er bætt út í og þeytt vel saman við, ásamt vanilludropunum. Skafið niður með hliðunum á skálinni eins og þarf til að blanda deiginu vel saman. Gríska jógúrtinni er blandað saman við kaffið, þegar það hefur kólnað. Þurrefnunum og kaffi/jógúrt blöndunni, er hrært saman við smjörið til skiptis, með hrærivélina á lágri hraðastillingu, byrjað og endað á þurrefnum. Kúfuð matskeið af deigi er sett með jöfnu millibili (5 cm) á bökunarplötu. Gott að slétta yfir deigkúfinn með rökum fingri. Bakað í 7-9 mín., eða þar til kökurnar eru stinnar þegar fingri er þrýst á þær. Teknar úr ofninum og kældar á grind.

Smjörkremið: Smjörið er þeytt í hrærivél þar til það er létt og mjúkt. Hraðinn á hrærivélinni er lækkaður og flórsykrinum blandað saman við smöjrið og þeytt í 2-3 mín. Vanilludroparnir eru þeyttir út í og sírópið látið leka rólega út í á meðan þeytt er í kreminu. Matarlitnum er bætt út í, en mjög litlu í einu, svo það verði nákvæmlega á litinn eins og þú vilt hafa það.

Samsetning: Kreminu er skipt jafnt á helminginn af kökunum og því smurt út á jaðarinn, síðan er önnur kaka lögð ofan á. Þegar allar kökurnar eru samsettar, er brjóstsykurinn mulinn, eða saxaður (jafnvel í blandara) og mylsnunni þrýst létt inn í hliðarnar ásamt glimmeri ef þú notar það. Geymast í kæli í nokkra daga í ísskáp, en teknar úr ísskápnum 1 klst., áður en þú býður uppá þær. ATH. Ef þú ætlar ekki að nota þær strax er best að bíða með að setja brjóstsykurinn á, annars mýkist hann aðeins.

Verði þér að góðu :-)

Whoopieeeee...😀