Basil- og parmesan buff með rjómalauksósu

Það sem til þarf er:

f. 4

400 gr. gott nautahakk

100 gr.  rifinn parmesan ostur

1 eggjarauða

1 dl matreiðslurjómi

1-2 kúfaðar matskeiðar saxað ferskt basil

Salt og pipar

Olía til að steikja úr

Sósa:

1 laukur, í þunnum sneiðum

1 msk. matarolía

3 msk. smjör

1 dl matreiðslurjómi

Salt og pipar

Nautakjötskraftur

1 msk. hvítvínsedik

Besta buff sem ég hef hef fengið lengi, enda ekki skrítið þar sem þau eru bragðbætt með basil og parmesan... mm.  Svo er það rjómalauksósan, sem ég bý reyndar alltaf til 2 skammta af, enda laukfíkill :-)

Svona gerði ég:

Ofninn er hitaður í 180°C.  Hakki, rifnum parmesan, eggjarauðu og matreiðslurjóma er blandað saman í skál og kryddað með basil, salti og pipar.  Hakkinu er rúllað út í þykka pylsu á borðið og 8 jafnstór buff mótuð úr hakkinu.  Þau eru brúnuð á pönnu uppúr olíu.  Mér finnst gott aði  láta þau síðan í ofninn til að fullsteikjast á meðan ég bý til sósuna.  Ég þvæ ekki pönnuna á milli, heldur nota sömu pönnu til að steikja laukinn í sósuna á, það er svo gott bragð sem kemur í sósuna af steikarskáninni á pönnunni.  Smjörið er brætt á pönnunni og olíunni bætt útá og laukurinn mýktur á pönnunni án þess að hann taki lit, þá er rjómanum hellt á pönnuna og smakkað til með nautakrafti, salti og pipar. Þegar sósan er til, er edikinu bætt útí og ekki látið sjóða eftir það, þá getur hún skilið sig.  Oftast bý ég til 2 skammta af sósunni, hún er svo góð.  Gott að bera fram soðnar kartöflur og/eða múss og soðið grænmeti að eigin vali með.

Verði þér að góðu :-)

      Hrikalega gott 🤤