Krydd hnetur

Það sem til þarf er:

500 gr. blandaðar ósteiktar hnetur

2 msk. kókos olía

1 tsk. cumin

 1 tsk. papriku duft

1 tsk. chili duft

1 tsk. kóríander duft

2 tsk. fínt salt

Dásamlegar með góðum drykk eða bara þegar þig langar í eitthvað gott til að narta í.  Svo má líka gefa góðum vini poka af hnetum, þegar þú ferð í heimsókn.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Kókosolían er brædd á pönnu við meðalhita, síðan er kryddinu bætt á pönnuna og það látið malla í smástund, þar til það fer að ilma.  Þá er hnetunum bætt á pönnuna og þær steiktar í 4-5 mín., þar til þær eru ljós gylltar. Pannan er tekin af hitanum og hnetunum hellt á bakka eða fat og þær látnar kólna alveg.  Settar í krukku með góðu loki.  Geymast í lokaðri krukku í 2-3 vikur (ágætt að setja krukkuna í ísskáp, þá geymast þær lengur).

Verði þér að góðu ;-)

Dásamlegar í pratýið 🍷🌰