Aspas soufflé

Það sem til þarf er:

F. 6

50 gr. smjör

100 gr. rifinn sterkur ostur

1/2 kg. grannir aspas stilkar

2 dl mjólk, ekki létt mjólk

25 gr. hveiti

3 egg

Fín rifinn Parmesanostur

Einfalt og dásamlega gott. Aspas er svo góður og þegar þú blandar hann með góðum osti og þeyttum loftkenndum eggjamassa, namm namm. Endilega prófaðu þetta dásamlega góða soufflé :-)

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 190°C. Smjörið er brætt í litlum potti og 6 eldföst form, sem taka 2.5-3.0 dl hvert, eru smurð að innan með smávegis af smjörinu og dustuð að innan með fín rifnum parmesan osti. Trénaði endinn af aspasinum er skorinn af og hent. Topparnir eru teknir frá og soðnir sér í 2-3 mín. Restin er skorin í 5 cm bita, þá ertu með ca. 300 gr. af aspas. Bitarnir eru soðnir í söltu vatni i um 6-8 mín. Þá er þeim hellt í sigti og látið lek vel af þeim, síðan kældir undir kaldri bunu, látið leka vel af þeim aftur. Bitunum er stungið í blandara og maukaðir, saltaðir og pipraðir. Mjólkin er hituð í potti, að líkamshita, restin af smjörinu er hituð upp aftur og þegar það er farið að freyða, er hveitinu hellt út í, á meðan hrært er í stöðugt á meðan, látið malla rólega í 1/2 mín. Potturinn er tekinn af hitanum og volgri mjólkinni hrært út í hveitið, á meðan hrært er í á meðan. Hitað að suðu, síðan er hitinn hækkaður og látið malla í 3-4 mín., hrært í á meðan. Potturinn er tekinn af hitanum og eggjarauðunum hrært út í og 3/4 af ostinum og maukaða aspasinum, kryddað til með salti og pipar. Eggjahvíturnar eru þeyttar i hrærivél í mjúka toppa. Nokkrar skeiðar að hvítunum eru þeyttar kröftuglega í aspasmaukið, til að létta það aðeins, síðan er restinni af hvítunum blandað mjög varlega út í, með stál skeið. Toppunum er stungið ofan i miðjuna á skálunum og látnir dtanda upp úr. Þegar maukið er vel blandað, er því skipt á milli skálanna, upp undir brúnina, en 2.5 cm skilinn eftir að brúninni, þau lyfta sér upp. Restsinni af ostinum er drussað ofan á. Bakað í ofninum í 20-25 mín., þar til soufflé-ið hefur lyft sér vel upp, er gyllt að ofan og bakað í gegn. Borið strax á borðið, má ekki standa og bíða, þá fellur það.

Verði þér að góðu :-)

Svo gott 🥚🌿