Grillaður lax með Sriracha/lime gljáa og avokado kremi

Það sem til þarf er:

 F. 4

4 msk. Sriracha sósa

3 lime. safi úr 2 og 1 í bátum til að bera fram með

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

6-700 gr. lax í 4 bitum

Meðlæti:

4 gulrætur, skornar þunnt, á mandólini ef þú átt það

1 gúrka, skorin þunnt

4 vorlaukar, skornir þunnt

Salt og kreista af lime

Avokadokrem:

4 msk. grísk jógúrt

1 vel þroskað avokado

2 mska. saxað kóríander

1/2 tsk. fínrifinn börkur af lime

Salt og pipar

Það er alltaf gott að eiga nokkrar auðveldar og fljótlegar fiskuppskriftir til að halla sér að þegar lítið er af tíma eins og oft er.  Þessi er góð, fljótleg og holl.

Svona gerum við:

Kremið:  Allt sett í blandara og maukað slétt og flauelsmjúkt, smakkað til.

Grænmetið:  Skorið í þunnar sneiðar og saltað og kreist yfir það nokkrum dropum af limesafa. Sett til hliðar í skál.

Laxinn:  Grillið er hitað. Sriracha sósunni og limesafanum  er hrært saman í skál.  Laxabitarnir eru saltaðir og pipraðir, síðan settir á ofnplötu og smurðir með sósunni.  Grillaðir í 4-5 mín., þar til þeir eru eldaðir, en ekki þurrir.

Verði þér að góðu :-)

Hollt og gott  🐟