Sveppasósa, sú besta!

Það sem til þarf er:

f. 4

1 box sveppir, skornir í sneiðar

1 1/2 msk. smjör

1/2 - 1 msk. fljótandi nautakraftur (ég nota frá Fond)

2-2 1/2 msk. þurr Vermouth

1/4 L rjómi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Já, ég stend við það, hún er sú allra besta. Ég smakkaði þessa sósu þegar ég var stelpa i boði hjá bróður mömmu og mágkonu, við ræðum ekkert hvað er langt síðan, en sósan var ógleymanleg. Mamma fékk uppskriftina og svo fékk ég hana, þegar ég fór að búa og elda sjálf. Ég prjónaði aðeins við hana í gegnum árin, eins og t.d. að setja Vermouth í hana. Það eru til bragð samsetningar sem draga fram besta bragð hráefnisins, án þess að vera yfirgnæfandi og það gerir Vermouthinn fyrir sveppina. Næst þegar þig vantar góða sósu með steikinni prófaðu þessa.

Svona geri ég:

Sveppirnri eru hreinsaðir og skorninr í sneiðar. Smjörið er brætt á pönnu á rúmlegum meðalhita og sveppirnir brúnaðir í smjörinu, saltaðir og pipraðir. Vermouth er hellt yfir og hann soðinn niður þar til hann er að mestu gufaður upp. Þá er nautakrafti hellt útí ásamt rjóma og látið malla saman í smástund, smakkað til með salti, pipar og nautakrafti.

Verði þér að góðu :-)

Sú besta 👌🏻