Pönnusteikt rótargrænmeti

Það sem til þarf er:

F. 6-8

3 stórar steinseljurætur

2 pokar regnboga gulrætur

Smjör til að steika upp úr

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Rósmarín, ferskt eða þurrkað

Timian, ferskt eða þurrkað

Kúmen

Cayenne pipar

Hrásykur

Kjúklingasoð

Dásamlegt meðlæti með öllum mat :-)

Svona geri ég:

Grænmetið er skrælt og skorið í langar meðalþykkar lengjur. Suðan er látin koma upp í stórum potti með söltu vatni. Grænmetið er suðan látin koma upp og soðið í ca. 5-8 mín. Grænmetinu er hellt í sigti og látið leka vel af því. Smjör er brætt á stórri pönnu, sykri er hellt út í smjörið ásamt kjúklingasoði og smávegis af vatni og grænmetið steikt á háum hita þar til það fer að ristast ,kryddinu er bætt út á, saltað og piprað. Smakkað til með meira kryddi og kjíklingakrafti. Borið á boðr með uppáhalds steikinni þinni.

Verði þér að góðu :-)

Mmmmm 🤗