Villisveppa risotto

Það sem til þarf er:

F. 6

1 L andasoð eða saltlítið kjúklingasoð

2 msk. smjör

120 gr. blandaðir villisveppir, skornir í sneiðar

65 gr. skarlottulaukur, saxaður

200 gr. Arborio hrísgrjón

1.5 dl þurrt hvítvín

4 bollar ferskt spínat, þétt pakkað

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

130 gr. Parmesan ostur, fín rifinn

Þetta dásamlega risotto er frábært sem stakur réttur eða með villibráð, sérstaklega með villtri önd. endilega prófaðu, þú verðu ánægð með útkomuna :-)

Svona geri ég:

Soðið er sett í pott og því haldið heitu á lágum hita. Smjörið er brætt á pönnu með háum köntum, á meðalhita. Sveppunum er bætt á pönnuna ásamt skarlottulauknum og steikt í nokkrar mínútur, hrært í við og við. Hrísgrjónum er bætt á pönnuna og þau steikt í um 1 mín. þá er víninu bætt á pönnuna og það soðið niður. Síðan er 1 bolla af soði bætt á pönnuna og hrært í, á meðan hann síður niður. Síðan er haldið áfram að bæta 1/2 bolla af soði á pönnuna, passa að suða haldist á hrísgrjónunum og hræra oft í á meðan. Haldið áfram þar til hrísgrjónin eru meyr og allt er kremað og fallegt, tekur ca. 18-20 mín. (Ef hrísgrjónin eru ekki fullsoðin eftir að soðið er búið, haltu áfram með smávegis af heitu vatn). Spínatinu er hrært út í 1 bolli í einu þar til það visnar, smakka til með salti og pipar, síðan er helmingnum af ostinum hrært út í hrísgrjónin. Sett á fallegt fat og restinni af ostinum dreift yfir.

Verði þér að góðu :-)

Svooo ljúft og gott 🍚🧀🍄