Cajun keila með Dirty rice

Það sem til þarf er:

f. 4

Á fiskinn:

2 mks. ólífu olía

1 msk. reykt paprikuduft

2 mks. ferskt tímian

2 tsk. hvítlauksduft

1 tsk. salt

1 tsk. pipar

4x200 gr. keila

Í Dirty Rice:

1 Chorizo pylsa í bitum

(skinnið tekið af)

1 msk. ólífu olía

1/2 bolli saxaður laukur

1/4 bolli saxað sellerý

1/4 bolli söxuð rauð paprika

1 msk. hakkaður hvítlaukur

3/4 bolli hrísgrjón

1 1/2 bolli salt lítið kjúklingasoð

Salt og cayenne pipar

1/2 bolli saxaður vorlaukur

Í Praline sósuna:

1/2 bolli saxaðar pecanhnetur

2/3 bolli sykur

1/3 bolli vatn

Salt á hnífsoddi

1 msk. ósalt smjör

1 msk. Whiskey eða eplasafi

Ég vissi ekki hverju ég átti von á, loksins þegar ég lét veða af því að prófa þennan fiskrétt.  Okkur fannst hann æði, svo prófaði ég hann á vinkonunum í saumaklúbbnu mínum og þær voru líka jafn hrifnar og við,   Rétturinn er tilvalinn til að bjóða gestum hann, en er hvorki dýr eða flókinn svo hann er líka "fínn" í miðri viku :-)

En svona er þetta:  

Allt krydd og olía sem á að fara á fiskinn er blandað saman í skál og smurt á fiskinn.  Gott er að marinera hann í nokkra tíma.  Ef veður leyfir, er frábært að grilla fiskinn úti á lokuðu grilli á meðalhita í ca. 3 mín.,  á hlið, eða þar til hann losnar auðveldlega af grindinni, annars er hann steiktur á pönnu í olíu á meðalhita í 3 mín. á hlið, eða þar til hann er gegnsteiktur, en ekki þurr. 

Sósan:  Vatn og sykur er soðið saman í litlum potti við meðalhita, þar til helmingur er eftir af vökvanum, ca. 5 mín.  Þá er hnetunum og satlinu bætt útí og soðið í aðrar 1-2 mín.  Tekið af hitanum og smjörinu hrært útí ásamt whiskíinu eða eplasafanum. 

Dirty Rice:  Chorizo pylsan er steikt í potti í smá ólífu olíu á meðalhita þar til hún byrjar að brúnast, svo er lauk, sellerý, papriku og hvítlauk bætt útí og mallað þar til það er orðið mjúkt og svo er hrísgrjónunum bætt útí og þau steikt í 1-2 mín., soðinu er svo hellt útí og soðið, með lokið á pottinum þar til grjónin eru mjúk. um 20 mín.  Hrísgrjónin eru látin standa í 5 mín. áður en þau eru "föffuð" upp með gaffli, krydduð með salti cayanne pipar og vorlauk. 

Verði þér að góðu :-)

       Kemur skemmtilega á óvart 👍