Kartöflu blini með reyktum laxi og sýrðum rjóma
Það sem til þarf er:
ca. 30 stk.
3 egg
2 1/2 dl mjólk
2 vorlaukar, fínt saxaðir
2 msk. ólífuolía
2 dl kartöflustöppu flögur
1/2 dl hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. sítrónusafi
Til að hafa ofaná:
Reyktur lax í þunnum sneiðum
Sýrður rjómi hreinn eða blandaður með t.d. piparrót eða rifnum sítrónuberki
Dill greinar eða steinselja
Þessi uppskrift er úr smiðju Nigellu Lawson. Það var auðvelt að baka bliniið, og þegar allt var komið ofaná sem þar átti að vera, var þetta dásamlegur munnbiti.
En svona á að gera:
Egg, olía, mjólk og vorlaukur eru þeytt saman í skál. Siðan koma kartöflu flögurnar, hveiti lyftiduft og sítrónusafi. Hitaður pönnu á góðan hita og settu 1 tsk. af deigi á pönnuna, og snúið þegar þær eru gylltar, um 30 sek. á hlið. Á þessu stigi er hægt að kæla þær og frysta, en þær geymast vel. Þegar þær eru bornar fram er þunn sneið af reykum laxi sett ofaná, sýrður rjómi og skeytt með dilli.