Rækjur með aioli og stökku rótargrænmeti

Það sem til þarf er:

F. 4-6

Um 500 gr ósoðnar risarækju

1 tsk. salt

1/2 sítróna í sneiðum

1 lárviðarlauf

1/4 tsk. hvítlaukssalt

Rótargrænmetið:

2-3 gulrætur

2 steinseljurætur

1 sæt kartafla

1-2 kartöflur

Grænmetisolía til að steikja upp úr

Salt

Aioli:

1 egg

1 msk. eplaedik

1 msk.  Dijon sinnep

3 dl sólblómaolía

 3 hvítlauksrif,  marin

Smakka til með sítrónusafa og salti

Skraut:

Steinselja

Hér er á ferðinni ein enn uppskriftin, sem ég hef veri allt of lengi að láta frá mér.  Ég hef gert hana mjög oft í gegnu tíðina, ein af mínum "go to" uppskriftum, sem standast tímans tönn og eru alltaf góðar.  Rækjur með hvítlauks aioli og krönsí rótargrænmeti, er samsetning sem verður seint toppuð, hún er svo góð.  Rótargrænmetið er hægt að gera viku áður en á að nota það, aioli-ið líka og geyma grænmetið í vel lokuðu boxi og auðvitað aioli-ið ísskáp.  Ég mundi samt alltaf sjðóa rækjurnar sjálf, frekar en að kaup þær soðnar, þær verða svo miklu betri. Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Rækjurnar:  Rækjurnar eru afþýddar.  Suðan er látin koma upp í stórum potti með saltvatni, sítrónusneiðum, lárviðarlaufi og hvítlauksdufti.  Rækjunum er bætt út í vatnið og hitinn undir pottinum lækkaður, svo hann varla sjóði.  Rækjurnar eru látnar malla mjög rólega, þar til ær eru orðnar bleikar í gegn, þá eru þær teknar upp úr með gata spaða og kældar.

Aioli:  Öllu nema olíu og sítrónusafa skutlað í blandara og þeytt vel.  Olíunni hellt í mjórri bunu ofan í, meðan blandarinn er á fullu.  Passa að gera það ekki of hratt svo það skilji sig ekki.  Smakka til með sítrónusafa og salti.  Geymist í lokuðu íláti í ísskáp í  viku.

Rótargrænmetið:  Grænmetið er skrælt og skorið með julienne rifjárni, svo það rifni í langar örþunnar ræmur.  Þær eru svo þerraðar mjög vel með eldhúspappír.  Olía er hituð í stórum potti og stór bakki með góðu lagi af eldhúspappír, til að láta olíuna leka af grænmetinu.  Þegar olían er orðin nógu heit, er góður slatti af grænmetisræmum settir út í olíuna og steiktur þar til hann flýtur upp.  Tekinn til hliðar og haldið áfarm að steikja þar til allt grænmetið er búið.  Þá er allt steikt aftur til að ná því mjög stökku, saltað.  Það er nauðsynlegt að tvísteikja það til a ná öllum vökvanum úr því.  Látið kólna alveg, á nýju lagi af eldhúspappír.  Þegar grænmetið er orðið kalt, er það sett í box og geymt þar til á að nota það.

Samsetning:  Nokkrar rækjur eru settar á disk, saxaðri steinselju dreift yfir.  Svolítill  skammtur af aioli settur til hliðar við þær, ásamt góðri hrúgu af grænmetisræmum.  Kalt Prosecco eða hvítvín er frábært með.

Verði þér að góðu :-)

Slær í gegn 😉🎉