Kjúklingalifrarpaté með Madeira

Það sem til þarf er:

ca. 5 litlar krukkur

250gr. kjúklingalifur

300 gr. smjör

1 msk. Madeira

1 msk. Koníak

1 egg

1 eggjarauða

Toppur og skreyting:

1 dl hindberjasulta

Lárviðarlauf

Svört piparkorn

timiangreinar

Foie gras hvað?  Þetta lítilláta en ljúffenga kjúklingalifrar paté kemur mér til himna í einum munnbita....

En svona ferðu að:

Ofninn er hitaður í 120°C.  Lifrin er hreinsuð og hökkuð.  Lifur og vín er sett í matvinnsluvél og maukað.  Smjörið er brætt og froðunni fleytt ofan af.  Smjörinu er hellt í könnu og passað að  hvíta undanrennan í botninum verði eftir og henni hent. Að lokum er eggi og rauðu bætt við, en ekki hræra mikið í eftir að eggin eru komin útí.   5 skálar eru smurðar að innan (mínar tóku tæpl. 1 dl hver).  Skálarnar eru settar í vatnsbað og bakaðar í1 klst.  Þegar patéið er orðið kalt er sultan hituð og henni hellt í gegnum sigti til að hreinsa kjarnana frá og svo er henni hellt í nokkuð þunnu lagi yfir.  Svo er skreytt að vild, t.d. með timianlaufi, lárviðarlaufi eða piparkornum.  Ég bar patéið fram með Maltaðri lauksultu  og heimagerðu Toasts, sem er ekkert mál að gera,  og betra en út úr búð  uppskriftirnar eru á síðunni.

Verði þér að góðu :-)

Möltuð lauksulta

       Dásamlegt allan ársins hring! 🍂