Jianbing

Það sem til þarf er:

F. 2

4 stór egg

Salt

2 stórar tortillur

Smá slurkur olía

3-4 vorlaukar, skáskornir

3 msk. saxað kóríander

Hoisin sósa

Rautt chili mauk

Sesamfræ

Vinsælasti "Street food" morgunmatinn í Kína er jianbing. Þunn pönnukaka með ekki vorlauk, kóríander, stökku wonton, hoisinsósu og ýmsu fleiru. Ég hef ekki tök á að búa til samskonar pönnuköku, en ætla að búa til "mína útgáfu" af þessum vinsæla götumat. Ertu til í að koma með til norðaustur Kína í morgunmat? Æði!!

Svona geri ég:

Eggin eru þeytt mjög létt saman í skál með salti, passaðu að hræra ekki of mikið. Stór panna er hituð á meðalhita, tortillan sett á þurra pönnuna og hituð svo hún verði mjúk. Tekin af pönnunni og vorlaukurinn létt steiktur, síðan er eggjunum helt yfir laukinn og hrært í með spaða. Þegar eggin eru farin að eldast er tortillan sett ofan á þau og þrýst létt ofan á. Pannan er ekin af hitanum og tortillunni hvolft á disk, smurð með Hoisin sósu og chilimauki og í restina er sesamfræjum dreift yfir. Vefjunni er svo vafi saman og borðuð strax.

Verði þér að góðu :-)

Ferðast innanhúss 😊