Ratatouille baka

Það sem til þarf er:

f. 4-6

1 msk. olía

2 rauðlaukar, saxaður

2 hvítlauksrif, marin

2 rauðar paprikur, í 2 cm bitum

3 kúrbítar í bitum

1 eggaldin í bitum

1 400 gr. dós saxaðir tómatar + safinn

3 kartöflur í þunnum sneiðum

1/4 tsk. múskat

Salt og pipar

150 ml. rjómi

Lítið búnt basilka, söxuð

85 gr. rifinn ostur

Namnmi, namm.... allskonar grænmeti og krydd í rjómabættri tómatsósu, bakað saman undir kartöfluloki með osti... mmmm:-)  Gott í roki, óveðri, sól og brakandi hita

Svona erum við:

Olían er hituð á stórri pönnu og laukurinn látin malla í smástund þar til hann mýkist, þá er hvítlauk, papriku, kúrbít og eggaldini bætt úti og látið malla í 10 mín., þar til grænmetið er mjúkt, þá er tómötunum bætt á pönnuna og 4 msk. vatni og kyddað vel með salti og pipar.  Þetta er svo látið malla undir loki í 10-15 mín.  Ofninn er hitaður í 180°C.  Kartöflunar eru skornar mjög þunnt, gott er að gera það með mandólíni ef þú átt það, sneiðarnar eru látnar í skál og kryddaðar með salti, pipar og múskati og svo er rjómanum hellt yfir og öllu blandað saman.  Til að klára réttinn er saxaðri basilkunni bætt í grænmetið og því hellt í eldfast fat, kartöflu-sneiðunum er svo raðað ofaná og restinni af rjómanum hellt yfir.  Bakað í ofninum í 20 mín., þá er ostinum dreyft ofaná og bakað áfram í 20 mín.  Rosa gott að hafa salat með.  Ef þu átt afgang er hún ekki  verri daginn eftir.

Verði þér að góðu :-)

Litrík og góð 🙂