Bakaður rauðlaukur með rauðvíni og einiberjum

Það sem til þarf er:

F. 4

Smjörklípa

650 gr. rauðlaukur, í bátum eða sneiðum

10 einiber, gróflega marin

2 msk. rauðvínsedik

1 msk. púðursykur

2 1/2 dl rauðvín

Hér er á ferðinni ein útgáfan enn af bökuðum rauðlauk.  Munurinn á þessum og mörgum öðrum uppskriftum eru einiberin, sem gefa frábært bragð.  Endilega prófaðu :-)

Svona geri ég:

Smjörið er brætt á stórri pönnu og setjið laukinn á pönnuna með helmingnum af  einiberjunum.  Láttu þetta malla á lágum hita undir loki í um 15 mín.  Það er gott að hræra í nokkrum sinnum svo laukurinn brúnist ekki.  Lokið er tekið af pönnunni og rauðvínsedikinu er bætt út á pönnuna og  hitinn hækkaður á meðan edikið sýður upp, þá er rauðvíninu og sykrinum bætt út á pönnuna og látið malla þar til vökvinn er nærri því gufaður upp.  Smakkað til með salti og pipar og restinni af einiberjunum bætt út á pönnuna.  Það er í góðu lagi að gera laukinn 1-2 dögum áður en á að nota hann.

Verði   þér að góðu :-)

Æði 🧅🍂