Englakoss

Það sem til þarf er:

Þú notar einhverja tegund sem þér finnst best eða átt í skápnum:

Kahlua

Bols súkkulaðilíkjör

Tia Maria

Toppur:

Rjómi, óþeyttur

Hunanag

100.000 skraut

Þegar súkkulaðirjómablandaðursopinn rennur niður kverkarnar og sykurinn er maulaður í lokin jumm... Þá er alveg hægt að ímynda sér að bústinn engil hafi smellti einum á kinnina á mér :-)

En svona gerum við:

Brúninni á líkjörsglasi er dýpt í hunang í grunnri skál síðan í sykurskrautið. Það er ágætt að láta glösin standa á hvolfi í smátíma. Líkjörnum er hellt í glasið og svo rjómanum. Best er að láta teskeið rétt ofanvið borðið á líkjörnum og hella rjómanum af skeiðinni í glasið. Einn svona Englakoss getur komið í stað eftirréttar eða konfektmola í lok góðrar máltíðar, eða ef þú vilt bara dekra við sjálfa/n þig, sem ég styð alltaf :-)

Verði þér að góðu :-)

Hefur engill kysst þig nýlega?