Laxa kökur

Það sem til þarf er:

Ca. 10 stk.

1/3 bolli blandaðar kryddjurtir (t.d. steinselja, basil, kóríander, dill), saxaðar

2 bollar soðnar kaldar kartöflur, maukaðar með gaffli

250 gr. soðinn eða bakaður lax, losaður í sundur með gaffli

2 1/2 bollar panko brauðrasp, skipt

4 stór egg, skipt

2 tsk. salt

1 tsk. nýmalaður svartur pipar

3/4 bollar hveiti

Olía til að steikja upp úr

Hvítlauks-dill sósa:

2 hvítlauksrif, fín söxuð

1/2 tsk. salt

1 bolli sýrður rjómi

1/4 bolli saxað ferskt dill

Svartur pipar

Þessar laxa kökur eru svooo góðar. Þær eru létt kryddaðar með jurtum, lungamjúkar að innan, með stökkum panko hjúp að utan og geggjuð hvítlauks-dill sósa til að toppa dásemdina með. Það er upplagt að nota afganga af laxi og soðnum kartöflum í kökurnar og ég veit að krakkarnir eiga eftir að elska þær. Endilega prófaðu!!!

Svona geri ég:

Kökurnar: Kryddjurtirnar eru saxaðar. Kartöflurnar eru maukaðar og laxinn losaður í sundur með gaffli, sett í skál með kryddjurtunum og 1 bolla af panko raspi, 2 eggjum, salti og pipar, blandað vel saman. Restin af panko raspinu er sett í djúpa skál, 2 egg er slegin í aðra skál og hveitið er sett í eina enn. Laxamaukið er mótað í ca. 10 kökur og síðan velt upp úr hveiti, þeyttu eggi og síðast raspinu. Kökurnar eru settað á pappírsklædda plötu og látnar standa undir plasti í kæli í 30 mín., eða lengur. Olía er hituð á stórri pönnu á meðalhita. Steiktar í ca. 3 mín, á hvorri hlið, eða þar til þær eru gylltar og gegn heitar. Bornar á borð með góðu salati og hvítlauks-dillsósunni.

Hvítlauks-dill sósan: Hvítlaukurinn og saltið er marið saman í morteli, eða með bakinu á hníf þar til hann er maukaður. Honum er hrært út í sýrða rjómann, ásamt dillinu, smakkað til með salti og pipar. Geymd í kæli þar til kökurnar eru steiktar.

Verðu þér að góðu :-)

Krakkarnir og þú eiga eftir að elska þessar 🤗