Egg í brauði

Það sem til þarf er:

Egg

Brauð

Olía til að steikja úr

Tómatsósa og sinnep

Ég vex seint uppúr þessu :-D

Minningin um að koma svangur heim eftir leiki með vinunum útí garði kom upp í hugan um daginn þegar mig langaði allt í einu í steikt eggjabrauð. Ekki var verra ef ég fékk sjálf að steikja brauðið, með hátíðlegu loforði um að ganga vel frá í eldhúsinu eftir eldamennskuna. Ég er nokkuð viss um að það þurfti stundum að ganga fast eftir því að ég stæði við loforðið þegar brauðið var komið ofan í maga og hugurinn útí garð til félaganna :-)

Myndirnar segja eiginlega það sem þarf..... Alltaf gott þótt maður sé orðinn STÓR krakki ;-)

Verði þér að góðu :-)

OOoooooh jumms.....