Rækjur með kókos sambal

Það sem til þarf er:

f. 4

80 ml. kókosrjómi

60 ml limesafi

2 msk. soja

1 msk. rifinn limebörkur

2 tsk. saxað rautt chili

1 tsk. pálmasykur eða púðursykur

1/2 tsk. fiskisósa

4 hvítlauksrif, marin

32 risarækjur

2 tsk. olía

1 msk. saxað kóríander

Grillpinnar

Í sambalið:

25 gr. kókosmjöl

40 gr. sesamfræ

1/4 tsk. hvítlauksduft

1/4 tsk. kóríanderduft

1/4 tsk. cuminduft

Meðlæti:

Mangó chutney

Hrísgrjón

Æðislega góður réttur, sem þú verður að prófa ;-)

Svona geri ég:

Blandaður saman kókosrjóma, limesafa og berki, soju, chili, sykri, mauki og hvítlauk og láttu standa þagnað til sykurinner leystur upp. Þræddu þá 4 rækjur á hvern pinna og settu á disk. Helltu marineringunni yfir og geymdu þær í ísskáp í 1 klst. Kókosmjölið er ristað á þurri pönnu 1-2 mín., þá bætirðu sesamfræum, hvítlauk og kryddinu í og steikir í ½ mín, svo eru salthneturnar settar í, ath. hvort þarf að salta. Rækjurnar eru steikar á grillpönnu eða grilli Í 2-3 mín. eða þangað til þær verða bleikar, söxuðu kóriander er dreyft yfir. Rækjurnar eru bornar fram með Mangó chutney, kókossambal og soðnum hrísgrjónum eða núðlum og það er ágætt að hita marineringuna í potti og bera fram með.

Verði þér að góðu :-)

Frábært!