Frost og funi

Það sem til þarf er:

f. 4

500 gr. blönduð frosin ber

Í sósuna:

1 1/2 dl rjómi

150 gr. hvítt súkkulaði

Vanilludropar

Hvítsúkkulaðipúkinn í mér fer heljarstökk af hamingju.  Við erum bókstaflega að tala um 5 mín. desert.  En, það hefur ekkert með gæðin að gera.  Frosnu berin mýkjast  um leið og heitri dásamlegu sósunni er hellt yfir þau..  ómæómæ.   Ef þú ert hvítsúkkulaðipúki eins og ég, undirrituð, go for it :-)

Svona geru við:

Fyrst gerum við sósuna.  Rjóminn og súkkulaðið er sett í pott og hitað þar til súkkulaðið bráðnar í rjómann, hræra stöðugt í  og sósan verður flauelsmjúk og heit, (ekki sjóða).  Passa sig á að  hita rjómann ekki of mikið, svo súkkulaðið harðni ekki í klump.  Tekið af hitanum og smakkað til með vanilludropum. Berin eru tekin beint úr frysitnum og jafnað á milli 4 eftirréttadiska og heitri hvítsúkkulaðisósunni hellt yfir frosnu berin.  Borið strax á borð.  

Verði þér að góðu :-)

Þú veist þú elskar það svo.....Go for it 😍