Brie, epla og balsamic blinitz

Það sem til þarf er:

f. ca 3-4

Deigið:

1 bolli hveiti

1 msk. sykur

1/8 tsk. salt

3 egg

1 bolli mjólk

1 msk. ólífu olía

Fylling:

1 Brie, skorinn í sneiðar

3 bollar epli, í bitum

3 msk. púðursykur

Safi úr 1 sítrónu

1/2 bolli pecan hnetur, saxaðar

2 msk. smjör

1 tsk. kanell

Balsamic suða:

1 bolli balsamic edik (ekki það sæta)

2 msk. púðursykur

Meðlætið með sunnudagskaffinu þarf ekki alltaf að vera dýsæt hnallþóra. Það geta líka verið þessar dýrðlegu, fylltu pönnukökur. Þær eru líka frábærar sem smáréttur eða léttur hádegisverður.

Svona geri ég:

Hveiti, sykur, salt er blandað saman í skál, síðan er egglum mjólk og ólífu olíu bætt útí og þetta er hrært kekkjalaust, með stórum písk eða handþeytara. Deigið er hvílt í ísskáp í um 1 klst. Eplin eru kjarn-hreinsuð og skorin í bita. Þau eru steikt í 1 msk. af smjörinu þartil þau eru mjúk um 5 mín. Þá er púðursykri, pecan-hnetum, kanel og sítrónusafa, látið kólna.

Pönnukökur:

Pönnukökupanna er hituð og smurð. 1 lítil ausa af deigi er hellt á pönnuna og deginu jafnað hratt út um botninn. Þegar þær byrja að krullast í jöðrunum er þeim snúið hratt og steiktar hinu megin.

Fyling:

Á annan endann á pönnukökunni er sett sneið af osti ásamt eplum, síðan er pönnukökunni rúllað varlega upp. Rúllurnar eru síðan steiktar á báðum hliðum, í 1 msk. af smjöri, þar til þær eru gylltar og osturinn farinn að bráðna. Bornar fram með balasmic suðunni og meiru af eplum ef þú vilt.

Balsamic suða:

Edik og púðursykur, er látið malla þar til það þykknar og eftir er ca. 1/4 bolli eftir. Smakkað til með sykri.

Verði þér að góðu :-)

Þessi er svakaleg :-D