Appelsínuönd með heslihnetu fyllingu

Það sem til þarf er:

F. 4

1 ali önd ca. 2.4 kg., geyma fituna innan úr öndinni

1 tsk. salt

1/4 tsk. fín rifinn appelsínubörkur

1/4 tsk. hvítur pipar

Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum

Í fyllinguna:

260 gr. gróf brauðmylsna

130 gr. söxuð súr epli

130 gr. ristaðar heslihnetur, gróft skornar

65 gr. sellerí, skorið í þunnar sneiðar

1 lítill laukur, fínt skorinn

0.6 dl appelsínusafi

1 stórt egg, þeytt

1 tsk. appelsínubörkur, fín rifinn

1/2 - 1 tsk. sítrónubörkur, fín rifinn

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. kjúklingakrydd frá Pottagöldrum

1/4 tsk. pipar

1/4 tsk. timian

1/8 tsk. nýrifinn múskathneta

Sósan:

1 1/2 msk. andafita, brædd

1 1/2 msk. hveiti

Sjávarsalt og hvítur pipar

1/2 L kjúklingasoð

2-4 msk. appelsínu marmelaði

Smá sletta af Cointrau líkjör

Smá sletta af Fond kjúklingakrafti

Smá sletta af appelsínusafa

Smá sletta af soðinu úr steikarskúffunni

Meðlæti:

Waldorf salat

Trönberja- og peru chutney

Bacon vafðar gulrætur með svörtum pipar

Jólamaturinn minn nýi jayyyyyy...!!  Stemmingin verður varla jólalegri en þegar ilmurinn af öndinni, appelsínunum og kryddunum læðast eins og hátíðarhula um húsið og fyllir vitin, alveg dásamlegt, þá r hátíð í bæ.  Það er einfalt að búa öndina til, svo endilega sláðu til :-)

Svona geri ég:

Fyllingin:   Ofninn er hitaður í 180°C.  Heslihneturnar eru steiktar í ofni í um 10 mín., eða þar til húðin utan á þeim er byrjuð að springa.  Þá eru þær teknar út og látnar kólna.  Þær eru nuddaðar inn í viskustykki svo mest að húðinni fari af þeim.  Öllum hráefnunum og kryddinu er blandað sama í stóra skál.  Öndin er fyllt með yllingunni, með stórri skeið.

Öndin:  Ofninn er hitaður í 180°C.  Öndin er söltuð og pipruð að innan.  Hamurinn er pikkaður með prjóni eða gaffli.  Húðin er nudduð vel með blöndu af salti, pipar og kjúklingakryddi.   Öndin er fyllt með fyllingunni.  Hálshúðinni er stungið undir búkinn og leggirnir eru bundnir saman með snærisbút.  Öndin er sett í steika bakka með grind og ca. 2 cm lagi af vatni er hellt í botninn á skúffunni.   Öndin er steikt í 2-2 1/2 tíma þar til hún er fullsteikt og fyllingin bökuð.  Það er gott að setja álpappírs tjald yfir öndina þegar steikar tíminn er hálfnaður.

Sósan:  Andafitan er brædd í potti og hveiti salti og pipar er hrært saman við fituna, þar til það er slétt og kekkjalaust, hrært í á meðan.  Smávegis af soði er hellt út í á meðan þú hræri í, þar til allt soðið er búið.  suðan látin koma upp og látið malla í 1-2 mín., á meðan þú hræri i.  Marmelaði er bætt út í, og síðan smakkar  þú sósuna til með líkjör, krafti, safa og steika krafti úr skúffunni þegar öndin er fullsteikt. Borin á borð með Waldorf salati, pipruðum síróps gulrótum og trönuberja- og peru chutney

Verði þér að góðu :-)

Fyllingin

Öndin

Sósan

Meðlæti

Hátíðlegt 💫🎄🌟