Kryddað jólakaffi

Það sem til þarf er:

f. 4

1 bolli dökkur púðursykur, þéttpakkaður

125 gr. dökkt súkkulaði, gróft saxað

Fínrifinn börkur af 1 mandarínu

1/2 tsk. kanell

1/4 tsk allrahanda

3 bolllar sterkt nýlagað kaffi

1/2 bolli matreiðslurjómi, hitaður

Toppur:

Þeyttur rjómi

Kanelstöng

Mandarínubörkur, fínrifinn

Ok, við erum að tala um fljótandi heitt sælgæti með smá knúsi og kermju með kryddi, súkkulaði og rjóma. Svo er ég viss um að þú lumar á dýrindis smákökum í boxi sem gera bara gott betra. Er ekki málið að dekra smá við sig í jólaösinni ;-)

En svona er þetta:

Fyrstu 5 hráefnin fara í blandara og möluð fínt. Nýlöguðu sterku kaffinu er hellt í blandarann með súkkulaðinu og blandað vel saman svo súkkulaðið og sykurinn bráðni. Blandan er sett í pott og hituð að suðu, síðan sett aftur í blandarann ásamt heitum matreiðslurjóm-anum og allt mixað þara til drykkurinn er freyðandi. Hellt í 4 glös eða bolla og skreytt með rjómatoppi, rifnum mandarínuberki og kanelstöng til að hræra með og svo nokkrar af góðu kökunum sem eru til uppí skáp settar á fallega kökudiskinn þinn og hafðar með.

Verði þér að góðu :-)

Skv. læknisráði í jólastressi ;-)