Gústu kökur

Það sem til þarf er:

ca. 30-40 kökur

1 bolli smjör, við stofuhita

12 msk. sykur

12 msk. dökkur púðursykur

2 egg

2 1/2 bolli hveiti

2 tsk. lyftiduft

1 tsk. matarsódi

Vanilludropar, smakka til

Salt, á mili fingra

200 gr. suðusúkkulaði 56%

200 gr. möndlur með hýði, saxaðar

Frá því ég rétt stóð uppúr stígvélunum, hef ég elskað þessar kökur. Þær heita Gústukökur, eftir Gústu, fyrrum samstarfskonu mömmu, frá því í den. Þetta eru að mínu mati bestu gamaldags súkkulaði-bitakökur sem til eru. Þær voru bara bakaðar fyrir jól svo það var beðið með eftirvæntingu á hverju ári eins og gefur að skilja. En við brjótum hefðir og bökum þær NÚNA :-D

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 210°C. Pappírsklæddar ofnplötur gerðar klárar. Smjör, sykur og púðursykur, eru þeytt létt og ljóst, þá er eggjnum blandað saman við smjörið og svo er þurrefnunum blandað saman í skál og hrært varlega saman við smjörið. Smakkað til með vanilludropum og ögn af salti. Hneturnar og súkkulaðið er gróft saxað og hrært í með sleif. Degið er sett með jöfnu millibili á ofnplötu ca. 1 vel full tsk. í hverja köku. Bakað í um 8 mín. Settar á grind og látnar kólna (eða ekki ;-J ) Geymast í lokuðu boxi.

Verði þér að góðu :-)

Mín uppáhalds 🥰🍪🍪