Gústu kökur
Það sem til þarf er:
ca. 30-40 kökur
1 bolli smjör, við stofuhita
12 msk. sykur
12 msk. dökkur púðursykur
2 egg
2 1/2 bolli hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
Vanilludropar, smakka til
Salt, á mili fingra
200 gr. suðusúkkulaði 56% (stundum blanda ég saman mjólkursúkkulaði og dökku, sem er mjög gott)
200 gr. möndlur með hýði, saxaðar
Frá því ég rétt stóð uppúr stígvélunum, hef ég elskað þessar kökur. Þær heita Gústukökur, eftir Gústu, fyrrum samstarfskonu mömmu, frá því í den. Þetta eru að mínu mati bestu gamaldags súkkulaði-bitakökur sem til eru. Þær voru bara bakaðar fyrir jól svo það var beðið með eftirvæntingu á hverju ári eins og gefur að skilja. En við brjótum hefðir og bökum þær NÚNA :-D
Svona geri ég:
Ofninn er hitaður í 210°C. Pappírsklæddar ofnplötur gerðar klárar. Smjör, sykur og púðursykur, eru þeytt létt og ljóst, þá er eggjnum blandað saman við smjörið og svo er þurrefnunum blandað saman í skál og hrært varlega saman við smjörið. Smakkað til með vanilludropum og ögn af salti. Hneturnar og súkkulaðið er gróft saxað og hrært í með sleif. Degið er sett með jöfnu millibili á ofnplötu ca. 1 vel full tsk. í hverja köku. Bakað í um 8 mín. Settar á grind og látnar kólna (eða ekki ;-J ) Geymast í lokuðu boxi.