Rækjur með peru- og gráðaostasósu

Það sem til þarf er:

f. 3-4

1/2-1 Iceberghaus, þveginn og skorinn í þunnar ræmur

1 poki kletta salat

1 rauð paprika þvegið og skorin í þunnar sneiðar

1/2 kg. rækju, afþýddar

Safi úr 1 sítrónu

100 gr. gráðaostur

125 gr. majones

125 gr. sýrður rjómi

1 1/2 - 2 perur, skrældar og skornar í meðalstóra bita

Meðlæti:

Ristað brauð og smjör


Ég smakkaði þennan rétt í boði hjá mömmu fyrir löngu síðan. Þá var þetta forréttur, eftir uppskrift frá Osta- og smjörsölunni. Ég elska forrétti, og fæ yfirleytt aldrei nóg af þeim. Svo ég notaði tækifærið og breytti þessum í aðalrétt, sem ég hef oft fengið mér síðan. Sætan úr perunum, saltið úr ostinum og rækjunum með rjómkenndri sósunni og stökku grænmetinu finnast mér frábær samsetning.

En svona er farið að:

Rækjurnar eru afþýddar og sigtaðar. Safi úr 1 sítrónu er hellt yfir rækjurnar. Gráðaosturinn er bræddur á lágum hita, kældur dálítið. Majonesi og sýrðum rjóma er hrært saman, og gráðaostinum blandað samanvið. Perubitunum er hrært varlega útí, kælt. Salati og papriku er blandað saman í stóra skál, rækjunum er dreyft ofaná og síðan smávegis af sósunni, restin borin fram í sér skál ásamt ristuðu brauði og smjöri.

Verði þér að góðu :-)

Ótrúlega gott ;-J