Bláberjamaukið hans Biju

Það sem til þarf er: 

ca. 1 krukka

2 bollar bláber

1/3 bolli vatn

1/4 bolli hreint hlynsyróp

1 tsk. kanell

2 tsk. maismjöl og 1 msk,. vatn hrært saman

Þetta mauk er mjög gott og annar kostur er hvað það er skárri  sykur í því, en venjulegu með hvítum sykri.  Uppskriftin fylgi með uppskrift af Liége vöfflum með banana og valhnetum, sem Biju Thomas, matreiðslumeistari, fyrir keppendur  Team BMC hjólaliðið 2013 bjó til.  En það er líka hægt að setja maukið  útá morgun-jógúrtina, á ristaða brauðið eða hafa með góðum ostum. 

Svona gerði Biju:

Bláber, vatn, sýróp og kanell er mallað saman á vægum hita í 20 mín. Þá er maismjöli og vatni hrært saman og blandað við berjamaukið og mallað í 1 mín.  Geymist í ísskáp í 3-4 vikur.

Verði þér að góðu :-)

      Fara út að hjóla!! 🚲