Margarita

Það sem til þarf er:

f. 2

4 hlutar Tequila

2 hlutar Cointreau 

2 hlutar ferskur lime safi

Kurlaður ís

Til skrauts:

Salt

Lime, í sneiðum

Hann stjúpi minn blandar mergjaða Margarítu.  Þetta er mjög góður fordrykkur sem kemur þér og partýinu í gang.  Frábært að hafa guacamole og nachos með, til að koma sér í mexíkóska stemmingu.... skál!

Svona gerir stjúpi:

Gróft sjávarsalt er sett á flatan disk og það mulið svolítið svo það sé ekki of gróft.  Limebáti er strokið eftir brúninni á Margarituglasi og svo er brúninni velt uppúr saltinu.  Allt hráefnið er sett í kokteilhristara og hrist vel saman.  Síað í glösin og skreytt með lime sneið.

Verði þér  að góðu :-)

Salude 🎊