Tikka Börger

Það sem til þarf er:

F. 3-4

Í borgarana:

500 gr. kalkúnahakk

1 1/2 tsk. maukað engifer

1 1/2 tsk. hvítlauksmauk

1 tsk. reykt papriku duft

1 tsk. chili duft

1 tsk. malaður kóríander

Salt og nýmalaður svartur pipar

Olía til að steikja upp úr

Indverskt hrásalat:

25 gr. majónes

25 gr. hrein jógúrt

Safi úr 1/2 sítrónu

1- 1 1/2 tsk. karríduft

1/4 haus af hvítkáli, í mjög þunnum sneiðum

1/2 lítil rauðlaukur, í þunnum sneiðum

1 líti gulrót, rifin

1/2 lúka þurrku trönuber, gróf söxuð

Ef þú vilt:

Hamborgara brauð

Mango Chutney

Japanskt majónes

Tómatar, gúrka, salatlauf

Shriracha sósa

Pic Nic franskar í dós

Góð sósa:

Majónes, karrí duft, Mango chutney, smá kreista af sítrónusafi, salt og pipar

Ertu í stuði fyrir eitthvað indverskt, spicy og djúsý, en nennir ekki að hafa mikið fyrir því.  Hér er svarið:  Tikka börger, úr kalkúnahakki, með geggjuðu karrí hrásalati og frönskum í dós.  fjöllan á eftir að elska þennan rétt.  Ég mæli mjög með saltinu það er geggjað, en ef þú vilt ekki búa til salatið, er sniðugt að búa til "Góðu sósuna" og hafa niðurskorinn rauðlauk, gúrku, tómata og salatlauf með.  Kannski ertu skrítin eins og ég og sleppir brauðinu, svo er bara hægt að hafa allt saman að er líka stuð ;-D.

Svona geri ég:

Allt hráefnið í borgararna, nema olían, er sett ískál og hnoðað vel saman.  Formað í nokkra borgara 4-5 stk. með höndunum settir á pappír eða disk og látnir standa í 30 mín. til að kryddin jafni sig í þeim.  

Í salatið:   Jógúrt, majónes og karrí er hrært saman í skál og smakkað til með sítrónusafa.  Hvítkálið er skorið mjög þunnt ásamt lauknum, gulrótin er rifin og trönuberin gróf söxuð.  Grænmetinu er blandað útí sósuna og smakkað til með salti og pipar.  Það er gott að láta salatið bíða í ísskáp í 1 klst.  

"Góða sósan":  Majó, Mangó chutney, karrí, krydd og smá sítróna er hrært saman í skál og smakkað til.  Gott að hafa hana svoítið skarpa á bargðið.

Borgarar:  Olían er hituð á pönnu og borgararnir steiktir í 5 mín., á hvorri hlið, þar til þeir eru brúnaðir að utan en gegnsteiktir inní. Settir saman eins og þér finnst best.

Verði þér að góðu :-)

Þú velur..... 😄