Bourbon bacon sulta
Það sem til þarf er:
3-4 litlar krukkur
1/2 kg. gott bacon, skorið í bita
1 msk. smjör
1 stór laukur í þunnum sneiðum
3 msk. púpursykur
1/2 laukur í sneiðum
2 1/2 sóló hvítlaukar, í sneiðum
2 tsk. reykt paprika
1 tsk. chipotle chile duft
1/2 tsk. sinnepsduft
1/2 tsk. engifer duft
1/2 tak. kanell
3/4 bolli Bourbon
2/3 bolli sterkt kaffi
2 msk. epla edik
2 msk. hvítvínsedik
1/2 tks. tarragon
4 msk. hlynsýróp
1 1/2 msk. Shriracha sósa
Salt og pipar
Hefur þú heyrt nokkuð skemmtilegra, sulta úr baconi með helling af Bourboni útí til að gefa djúpt bragð :-D Það sem mér finnst koma í beinu framhaldi er að smyrja þessa dásemd á grillaða samloku eða borgara beint af grillinu.
Svona geri ég:
Baconið er steikt á pönnu á meðalhita í ca. 10 mín. eða þar til mesta af fitunni er bráðnað, tekið af pönnunni með gataspaða. Allri fitunni nema 1 msk. er hellt af og smjörið brætt á pönnunni. Lauk púðursykri og smá salti bætt á pönnuna og látið malla í 10-15 mín. Lauk hvítlauk og kryddi bætt útí og mallað áfram í 3-5 mín., kryddað til með salti og pipar. Baconinu er bætt i pottinn og blandað vel samanvið. Bourboninu er hrært útí og soðið niður í um 5 mín. Restinni af hráefnunum er blandað útí og látið malla áfram á tæpummeðalhita í 1 1/2 tíma, hrært í við og við. Potturinn er tekinn af hitanum og látið kólna í 20 mín. Öllu hellt í blandara og maukað, eins mikið og þér finnst passa. Sett í sótthreinsaðar krukkur og geymdar í kæli. Sultan er frábær á grillaðan hamborgara, með allskonar flottum pylsum eða smurð á gillaða ostasamloku. Endilega prófaðu.
Verði þér að góðu :-)
Svona sótthreinsa ég krukkur: Ég hita ofninn í 150°C. Nýþvegnum krukkum og lokum er raðað í ofnskúffu og þær bakaðar í ofninum í 20 mín. Sultunni er ausið sjóðheitri í krúkkurnar.