Salthnetukaka

Það sem til þarf er:

F. 4-6

2 egg, við stofuhita

1/2 bolli sykur

1/2 bolli dökkur púðursykur

35 gr. mjög fínt saxaðar salthnetur

100 gr. hveiti

1 tsk. lyftiduft

Karamella:

2 msk. smjör

1/2 bolli dökkur púðursykur

1 1/2 msk. mjólk

35 gr. miðlungs gróft saxaðar salthnetur

Ofan á:

50-75 gr. hvítt súkkulaði

Hvað get ég sagt þér um þessa köku.... hún er trillingslega góð og þá er ég ekki að ýkja neitt. Þegar ég var stelpa, bakaði mama hana oft, en svo eins og með margt, gleymdist hún með tímanum. Svo um daginn þegar við mamma vorum að spjalla saman og rifja upp hinar ýmsu tískustefnur í mat og gamlar minningar um kökur og kaffibauð, sem við borðuðum í den, þá rifjaðist þessi kaka upp. Mamma bakaði hana oft, til að hafa með í nesti þegar við fórum á skíði. Ég bakaði hana svo stuttu eftir spjallið og ég get alls ekki skilið af hverju hún gleymdist, hún er svo góð, ég gæti borað hana allan daginn. Þegar heit karamellan er búina að síga ofan í seigmjúkan botninn og súkkulaðið er enn mjúkt ofaná og þú bítur í sneiðina... OMG, þú verður að prófa hana!!

Svona gerði ég:

Ofnin er hitaður í 180°C. Form sem er 20x20 cm, er smurt að innan og klætt að innan með passlegum smjörpappírsræmum. Eggin og báðar gerðir af sykrinum eru þeytt létt og ljóst í hærivél. Hneturnar eru saxaðar mjög fínt, lyftidufti og hveitið er hrært saman í skál. Hnetunum og hveitinu er hrært varlega útí blönduna, með sleif. Deiginu er svo hellt í formið og jafnað út í hornin, bakað í 18-20 mín. Á meðan er karamellan búin til. Hneturnar eru saxaðar miðlungs gróft og settar í pott ásamt púðursykri, smjöri og mjólk. Hitað á mjög lágum hita, þar til allt er bráðið saman og fljótandi, ekki sjóða. Þegar kakan er bökuð, er hún tekin úr ofninum og karamellunni hellt yfir hana og henni jafnað út að köntunum, en ca. 1 cm. skilinn eftir yst. Ekki láta þér bregða þegar kakan fellur í miðjunni, hún á að gera það. Henni er svo stungið aftur í ofninn og bökuð áfram í 5 mín., tekin úr ofninum og kæld í forminu. Hvíta súkkulaðið er brætt yfir vatnbaði og drussað "free style" yfir kökuna. Hún er svakalega góð örlítið volg og þegar súkkulaðið er ekki alveg stífnað aftur. Hún geymist vel út á borði, með hjálmi yfir, en ég held það reyni ekki miki á geymsluþolið ;)

Verði þér að góðu :-)

Sturluð 🤩🥜