Öðruvísi Ham & cheese

Það sem til þarf er:

f. 2

1 msk. ólífu olía

1 laukur, í sneiðum

4 brauðsneiðar (eða hamborgarabrauð)

4 góðar skinkusneiðar

1 hvítlauksrif, fínsaxað, ekki steikja það

1 dós ananaskurl, sigta allan safa vel af

1-2 msk. sweet chili sauce

Nýmalaður svartur pipar

Skinka og ananas eru í mjög farsælu hjónabandi, eins og allit vita. Gamla góða samsetningin sem stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er búið að setja aðeins öðruvísi snúning á hana, meira spicy, prófaðu..

En svona er farið að:

Ef þú átt samlokugrill, er það hitað, ef ekki, þá hitarðu pönnu og hefur svo pott við hendina og nokkrar niðursuðudósir til að búa til eins konar samlokupressu. Laukurinn er mallaður á lágum hita í olíunni þar til hann er meyr, svona 3-4 mín. Síðan er honum skipt á milli tveggja brauðsneiða, ásamt hvítlauknum, ananas og skinku. Að lokum er sósunni smurt ofaná, svartur pipar er malaður yfir og hin brauðsneiðin er svo lögð ofaná. Samlokan er svo grilluð þar til hún er vel ristuð og heit í gegn.

Verði þér að góðu :-)

Gott að vera öðruvísi ;-J