Púrtvínssoðnar vetarplómur með balsamic gljáa

Það sem til þarf er:

F. 4

75 ml. rautt púrtvín

1 msk. balsamic edik

1 msk. hrásykur

1 msk. dökkur púðursykur

1 tsk. ferskt timian, grófsaxað

4-5 stórar bláar plómur, steinninn tekinn úr og skornar í fernt

Þú átt eftir að elska þessar, elegangt, svolítið súr sætar með fínlegu púrtvínsbragði.  Frábærar með allskonar villi bráð :-)

Svona geri ég:

Púrtvíni, balsamic ediki, sykri og timian,  blandað saman í meðalstóran pott.  Hitað á lágum hita þar til sykurinn er bráðinn, hrært í við og við. Plómunum er bætt út í og látið malla rólega í 5-8 mín., þar til þær eru mjúkar, en halda lögun sinni.

Verði þér að góðu :-)

Elegant og dáamlegar 🫶🏻✨