Stökkar cous cous húðaðar kjúklingalundir

Það sem til þarf er:

f. 4

Kjúlli:

1 1/4 bolli cous cous með engu bragðefni

1 1/4 bollli sjóðandi vatn

600 gr, kjúklingalundir

1/3 bolli hveiti

1 stórt egg, létt þeytt með 2 msk. mjólk

1/4 bolli ólífu olía, til að steikja úr

Avocadomauk:

1 stórt avocado

1 msk. lime safi

1 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

Í salat:

1 poki laufsalat

Nokkrir vel þroskaðir tómatar

Svartar ólífur

Graslaukar

Fetaostur

Ef þú ert í stuði fyrir eitthvað stökkt og djúsí, eins og ég var þegar ég gerði þennan kjúlla, áttu von á góðu :-)  

Þegar ég beit í fyrsta bitann var kjúllinn lungamjúkur að innan með þykkri stökkri húð utaná.  Ferskt og gott salat og spicy avocadomauki með :-)

En svona er aðferðin:

Vatni og cous cous er blandað saman í lokaðri skál í 5 mín., með plastfilmu.  Þegar cous cousið er tilbúið er það flöffað upp með gaffli.  Kjúklingnum er veltu uppúr hveiti og síðan eggjahrærunni og að lokum þrýst ofaní cous cousið og húðað. Sett á disk og geymt í ísskáp í 20 mín.  Á meðan er avocadoið maukað með limesafanum og chiliinu og kryddað til með salti og pipar, filma sett yfir skálina og hún geymd í ísskáp þar til þú leggur á borð.  Olían er hituð á meðalhita á stórri teflonpönnu og lundirnar steiktar þar til þær eru gegnsteikar.  Bornar fram með avocadomaukinu og mér finnst gott að búa til salat  úr blönduðum salatlaufum, vel þroskuðum rauðrum tómötum, nokkrum svörtum ólífum, jafnvel graslauk úr garðinum og svo feta osti.  Ég á alltaf nokkrar tegundir af góðri ólífu olíu, bragðbættum með t.d. basil, chili eða sítrónu og set góðan slurk (ca. 2 mks.) á salatið, á mínum disk.  En ég hef mikla trú á mátti góðrar ólífu olíu.  

Verði þér að góðu :-)

        What's not to love 😊