White Lady

Það sem til þarf er:

f. 2

4.5 ml. Gin

2.25 ml. Cointreau

2.25 ml. ferskur sítrónusafi

3.0 ml. eggjahvíta (ca 1 hvíta)

1.5 ml. sykursýróp eða 1 tsk. sykur

Klaki

Ekki láta nafnið á þessum drykk plata þig, hann virkar kannski mjög dömulegur, en hann er eins og konan, STERKUR ;-) En, smá sögustund. Þessi skemmtilegi kokteill er frekar gamall, fyrstu heimildir um hann eru síðan 1862, en þessi uppskrift er frá 1919 og var hann fullkomnaður af Harry MacElhone barþjóni á Ciro´s Club í London.

En svo gerum við:

Glösin eru undirbúin með því að strjúka glasabarmana sem sítrónu og dýfa þeim í sykur. Klakinn er settur í kokteilhristara ásamt restinni af innihaldinu, svo er hrist og hrist (góð æfing fyrir bingóvöðvana ;-Þ) þangað til eggjahvítan er léttþeytt. Næst er svo skemmtilegi parturinn ;-) Mixtúrunni er helli í glösin og þau skreytt með sítrónuberkinum.

Til skrauts:

Strásykur til skrauts (ekki verra að merja hann í mortéli áður, til að fá fínt duft)

Löng ræma af sítrónuberki

Sykursýróp:

Eru jöfn hlutföll af sykri og vatni, t.d. 1/2 bolli sykur og 1/2 bolli vatn, sem er soðið við vægan hita þar til sykurinn leysist upp, svo er það kælt.

Happy drinking :-)

...the Lady is a Tramp ;-)