Aspas tempura

Það sem til þarf er:

f. 4

2 L bragðlítil olía, t.d. sólblómaolía

50 gr. hveiti

50 gr. maismjöl

Salt

175 ml ískalt sódavatn

800 gr. grannir aspasstilkar, ef hann er þykkur er best að kjúlfa hann í tvennt

Graslaukur, fínsaxaður

Hvítlaukssósa:

4 msk. sýrður rjómi

4 msk. majónes

2 lítil hvítlauksrif, marin

Lúka af blönduðum ferskum kryddjurtum, söxuðum

1 msk. sítrónusafi

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Ég hef aldrei steikt grænmeti í japönsksu tempura deigi fyrr. Eftir einn, var ég fallin fyrir þessari dásemd, nammið. Stökkt deigið utaná mjúkum aspasnum, gerði það sko ekki leiðinlegt að borða grænmeti, hvítlauks- og kryddjurtasósa toppaði gleðina. Það verður stutt í að ég hitti þennan nýja besta vin aftur.

Svona geri ég:

Sósan: Allt sett í blandara eða maukað saman með töfrasprota. Smakkað til með salti og pipar.

Deigið: Hveiti og maismjöl er sigtað saman í skál með smá salti. Hluti af mjölinu er settur til hliðar í litla skál og sódavatninu blandað hratt samanvið restina af deiginu með gaffli, en ekki ofþeyta það, það á að vera kjekkjótt. Olían er hituð í 190°C í stórum þykkbotna potti eða í djúpsteikinga-potti.

Aspasinn: Endinn er skorinn af aspasinum. Hann er klofinn eftir endilöngu ef hann er þykkur. Það er ágætt að velta ca. 4-5 stk. í einu uppúr deigi til að steikja í einu. Þeir eru settir í olíuna með göfflum og ef þeir vilja loða saman eru þeir losaðir varleg í sundur. Steiktir í ca. 1 1/2 - 2 mín., þar tl deigið er ljósgyllt og stökkt. Þegar þeir eru steiktir eru þeir teknir upppúr með götóttum spaða og látið leka vel af þeim á eldhúspappír.

Aspasinn er setttur á disk og söxuðum graslauk dreyft yfir og sósan borin fram með.

Verði þér að góðu :-)

Já takk, ...mm!