Eitt á dag!!

Það sem til þarf er:

Ca. 200 gr. skræld engiferrót

Ca. 2 L vatn, sjóðandi

Ég reyni eins og ég get að hugsa vel um heilsuna.  Að halda ónæmiskerfinu í lagi, fá ekki kvef, flensu eða einhverjar aðrar pestir sem eru í umhverfinu.  Engiferrót er þekkt fyrir að vera bólgueyðandi og margra meina bót.  Við GM höfum það fyrir daglegan sið að fá okkur lítið glas af engiferdrykk með morgunmatnum, sem hann býr til fyrir okkur.  GM býr drykkinn til 1-1 1/2 L í einu og endist hann okkur í um það bil í viku, með því að geyma hann í ísskáp.

Svona gerir GM:

Engiferrótin er skræld og rifin gróft, á rifjárni í stóra skál.  2 L af sjóðandi vatni er hellt yfir rifnu rótina og hún látin standa út a borði og trekkja í 12 tíma.  Drykkurinn er látinn renna í gegnum sigti og rifnu rótinni hent.  Engifervatnið er sett í hreinar flöskur og geymist í ísskáp í tæpa viku.  

Verði þér að góðu :-)

...kemur skapinu í lag 🫚