Cesar salat

Það sem til þar er:

F. 4

Í salatið:

4-500 gr. eldaður klúklingur eða kalkúnn,þi bitum

170 gr. gott bacon

1 box salatblanda, frá Lambhaga

Skafinn Parmesan ostur

Í sósuna:

100 gr. majones

3 1/2 tsk. Dijon sinnep

1/4 tsk. salt

1-2 tsk. kalt vatn

3/4 sóló hvítlaukur, pressaður

Eins einfalt og hægt er að hugsa sér og dýrðlega gott. Dressingin er kröftug og bragðmikil, svo þú verður ekki svikin af einfaldleika þess. Það er upplagt að nýta afganga af köldum kalkún eða kjúklingi í salatið. Ég hef mjög oft búið það til og sett það í nestisboxið í bakpokann minn, þegar við GM höfum verið að fara í göngur, það er alltaf svo lystugt, jafnvel létt hrist :D Það er frábært sem léttur kvöldverður, svo endilega fáðu þér í kvöld 😋

Svona geri ég:

Salatið: Ofninn er hitaður í 180°C. Pappír er settur á bökunarplötu og baconsneiðarnar settar í einfalt lag á plötuna og steikt í ofninum í 15 mín., þá er það okkuð stökkt (annars aðlagar þú steikingartímann að þínum smekk). Tekið úr ofninum og sneiðarnar settar á eldhúspappír, til að þerra þær og kæla. Kjúklingurinn er skorin í hæfilega bita. Salatið er gróf saxað og sett á rúmott fat. Kjúklingnum er dreift yfir miðjuna á því, baconið skorið í bita og sett ofan á kjúklinginn, síðan er Parmesan ostur skafinn yfir allt, ekki spara hann.

Sósan: Majónesið er hrært upp og þynnt með vatninu. Hvítlaukurinn er pressaður og hrærður útí ásamt sinnepi og smakkað til með salti. Þú getur bætt meira vatni út í sósuna, ef þú vilt hafa hana þynnri. Mér finnst hún best, þegar hún er á þykkt við súrmjólk. Borin á borð með salatinu, auka Parmesan osti og ef þú vilt, er gott að hafa skorpumikið brauð og kalt smjör með, en það er ekki nauðsynlegt.

Verði þér að góðu :-)

Salatið

Sósan

Godjössss 😋