Írskt sóda brauð

Það sem til þarf er:

Í 1 stk. brauð 

450 gr. hveiti

1/2 tsk. fint sjávarsalt

Tæp 1 tsk. matarsódi

1 1/2 bolli  súrmjólk, AB mjólk án bragðefna  eða Kefir án bragðefna

Það er ekkert eins dásamlegt og nýbakað brauð.  Sódabrauð er eins einfalt og hugsast getur.  Það þarf ekkert að hefast, þú einfaldlega hnoðar það í smástund og síðan er því stungið í ofninn og bakað.  Þú færð fullt hús stiga hjá fjölskyldunni á sunnudagsmorgni, í sjálfskipuðum sóttkví og félgaslegri fjarlægð einsog núna, þegar hún vaknar upp við ilminn af nýbökuðu brauði.  Svo vitum við hvað það getur verið erfitt að búa til máltíð úr smotteríi af hinu og þessu sem er að daga uppi í ísskápnum.  Bjóddu upp á nýbakað írskt sódabrauð, með því sem til  er og þú et gulltryggð.  

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 230°C.  Hveiti, salt og matarsódi er sigtað í stóra skál.  Búðu til holu í miðjunni á hveitinu og helltu mjólkinni í hana.  Byrjaðu að hnoða hveitinu  upp í  mjólkina frá hliðunum á skáinni.  Deigið á að vera mjúkt en ekki klístrað.  Hveiti er stráð á boðið og deigið hnoðað í smástund, áður en það er formað í kúlu.  Kúlan er sett á smurðan bökunarpappír og kross skorinn djúpt í deigkúluna með beittum hníf.  Stungið í ofninn og bakað í 15 mín., þá er hitinn lækkaður í 200°C, í ca. 30 mín. í viðbót, eða þar til brauðið er gyllt og fullbakað.  Þegar bankað er í botninn á því hljómar það holt að innan.  Borið á borð volgt með rausnarlegri klípu af ísköldu smjöri.

Verði þér að góðu :-) 

Sigurvegari 🥇