Kornhænuegg (Quail eggs)

Það sem til þarf er:

f. 4

1 bakki kornhænuegg (16 stk.)

Salt og pipar

1 mjúkt avocado

Safi úr ca 1/2 sítrónu

1stór krukka rauð loðnuhrogn (fersk steinbítshrog ef þú færð þau)

Gott kjarnarúgbrauð

Ferskar kryddjurtir (karsi, mynta, kerfill eða dill)

Um daginn þegar ég fór í bæjarrölt og fann ég þessa litlu gullmola í Mai Tai á Hlemmi. Það var mér sagt að sjóða þau í um 4 mín og borða þau með salti og pipar, sem ég gerði. Okkur Guðjóni þótti þau mjög góð. Okkur fannst munurinn á þeim og venjulegum hænueggjum vera líkt og munurinn á líkt og munurinn á kjúkling og Fasana, svolítið villt bragð. Nokkru seinna datt ég aftur um þau í Árósum. Þar var það í smárétt, þar sem þau eru soðin aðeins styttra, 3 mín., borðuð með ferskum steinbítshrognum á ristuðu rúgbrauði með maukuðu avokado alveg frábær smáréttur.

En svona gerum við:

Avocadoið er skorið í tvennt, og steinninn tekinn úr því og kjötið skafið uppúr hýðinu í skál. Það er maukað með gaffli og kyddað með salti, pipar og sítrónusafa. Eggin eru sett í pott með köldu vatni og soðin í 3 mín., kæld. Rúgbrauðið er léttristað og skorið í 4 þríhyrninga. Kúfuð teskeið af avocadómauki er sett á hvern þríhyrning og 1 tsk. af hrognum. Skurnin er tekin af eggjunum og þau skorin í tvennt eftir endilöngu og sett ofaná hrognin. Ef þú færð steinbítshrogn er gert það sama , nema þau eru smökkuð til með satli, þau eru ekki eins bragðmikil og loðnuhrognin. Kryddjurtirnar eru saxaðar létt og dreyft yfir ásamt smávegis af grófu sjávarsalt-flögum og nýmöluðum svörtum pipar. Ískalt Cava freyðivín frá Spáni finnst mér fara vel með þessu, sem forrétti eða smárétti.

Verði þér að góðu :-)

Svo falleg og góð 🥚🌿