Ferkt aspas pasta

Það sem til þarf er:

f. 2

250 gr. pasta soðið skv. leiððbeiningum á pakka

1 búnt ferskur aspas, skorinn í bita

3 basil lauf

1/4 bolli saxaðar pecan hnetur

1/4 bolli rifinn parmesan ostur

1 lítið hvítlauksrif, marið

3 msk. ólífu olía

Salt og pipar

Al fresco lunch í síðustu hýju geislum haustsóarinnar :-D Einfaldari verður góður hádegismatur varla, eða léttur kvöldverður.

Þetta er allt og sumt:

Öllu nema pastanu skutlað í matvinnsluvél og maukað, smakkað til með salti og pipar. Pastað er svo soðið skv. leiðbeiningum al dente, en geymdu nokkrar skeiðar af soðvatninu. Pestóinu er blandað saman við pastað og 2-3 msk. af soðvatninu með. Borið fram með salti, pipar og fullt af ferskum parmesan, til að rífa yfir.

Verði þér að góðu :-)

Al fresco lunch!